Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,32% í dag í 2,9 milljarða króna veltu. Vísitalan stendur nú í 1.719,30 stigum og er þar með 8,57% lægri en hún var fyrir áramót.

Úrvalsvísitölufélagið sem hækkaði hvað mest, var Hagar hf. Hækkunin nam 2,87%, heildarviðskipti með bréfin voru 590,7 milljónir og er gengið nú 48,45 krónur á hlut. Reitir fasteignafélag hækkaði um 1,96% í rúmlega 340 milljón króna viðskiptum, Marel hækkaði um 1,20% í rúmum 413 milljón króna viðskiptum og Icelandair um 1,10% í 440 milljón króna viðskiptum.

Hver hlutur í Reitum fæst nú á 83,10 krónur, á meðan hver hlutur í Marel er að fara á 254 krónur. Gengi Icelandair Group er nú 27,60.

Önnur félög á aðalmarkaði hækkuðu einnig. Fasteignafélögin Reginn og Eik hækkuðu um 1,79% og 1,49% í umtalsverðri veltu. Gengi fjarskipta hækkaði um 1,15% og er gengi bréfanna nú 43,90 krónur. Vátryggingafélag íslands hækkaði um 1,74% í 25 milljón króna viðskiptum.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,03% og stendur hún nú í 1.183,41 stigi. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,16%, en sá óverðtryggði lækkaði um 0,36%. Heildarvelta skuldabréfa nam 9,7 milljörðum.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,4% í dag í 9,6 milljarða viðskiptum og er gildi hennar nú 143.623. Hlutabréfavísitala sjóðstýringarfélasgins hækkaði um 1,3% og skuldabréfavísitala þess um 0,1%.