Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,92% í viðskiptum dagsins í dag. Mest var hækkunin á bréfum Eikar fasteignafélags, eða um 3,61%. Þá hækkaði gengi bréfa Haga um 3,29% og Sjóvár um 2,82%. Gengi bréfa Eimskips lækkaði um 0,16%, en engin önnur hlutabréf á aðalmarkaði lækkuðu í dag.

Líklega má rekja hluta hækkananna til ákvörðunar matsfyrirtækisins Moody's að hækka lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um tvö þrep.

Velta á hlutabréfamarkaði var með meira móti og nam 4.063,1 milljarði króna. Mest var velta með bréf Haga, eða 809,8 milljónir króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,9% í 10,9 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar 0,70% í 639 milljóna króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 1,32% í 10,2 milljarða króna viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,73% í 1,8 milljarða króna viðskiptum. Þar af hækkaði vísitala sértryggðra skuldabréfa 0,54% í 1,3 milljarða króna viðskiptum.