Ágætis hækkanir hafa verið í Kauphöllinni snemma dags, en þegar þetta er skrifað hefur úrvalsvísitalan hækkað um sem nemur 2,74%.

Marel hefur hækkað mest eða um 3,95% í rúmlega 400 milljón króna viðskiptum. Eimskip hefur hækkað um 3,93% í 177 milljón króna viðskiptum. Síminn, Icelandair og TM hafa einnig hækkað um rúmlega 3%, en þó er lítil velta með það síðastnefnda.

Öll félög hafa hækkað nema HB Grandi og Össur sem hafa staðið í stað, en engin velta hefur verið með bréf félaganna. Heildarvelta það sem af er degi nemur 1.650 milljónum króna.