Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu í morgun á bilinu 0,4-1% vegna væntinga um að takast muni að leysa skuldavanda evruríkjanna þegar leiðtogar þeirra koma saman síðar í vikunni. FTSE í Lundúnum hækkaði 0,4%, CAC í París um 0,7%. Mest varð hækkunin í Þýskalandi en þar hafði DAX-vísitalan hækkað um tæpt 1% snemma í morgun.