Helstu hlutabréfavísitölur Asíu hafa hækkað í nótt og er það talið stafa af því að horfur í evrópsku skuldakreppunni hafa batnað. Þá hafa markaðir hækkað í bæði Evrópu og Bandaríkjunum í gær, sem smitar af sér til Asíu.

Við lokun kauphallarinnar í Tókýó hafði Nikkei-vísitalan hækkað um 1,66% og rúmri klukkustund fyrir lokun hefur Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkað um 4,9% sem að hluta til skýrist af því að sú kauphöll var lokuð í gær.