Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,91% í dag og endaði í 1,907 stigum. Þá hefur vísitalan hækkað um 1,44% frá áramótum.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Icelandair, eða um 2,68% í 1.045 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa Eikar Fasteignafélags hækkaði um 3,77% í 349 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa Össurar um 6,11% en þó aðeins í 4 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í VÍS lækkaði um 1,76% í 74 milljóna króna viðskiptum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 3 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 4,6 milljarðar króna

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,7% í dag í 2,8 ma. viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 4,5 ma. viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,3 ma. viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 4,2 ma. viðskiptum.