Móðurfyrirtæki bandariska rafhlöðuframleiðandans Ener1 óskaði eftir heimild til greiðslustöðvunar á fimmtudag. Það ætti ekki i sjalfu séu að vera i frásögu færandi nema fyrir þær sakir að fyrirtækið fekk 118 milljóna dala styrk frá bandariska orkumálaaráðuneytinu arið 2009. Ener 1 er þriðja fyrirtækið sem fékk styrk ráðuneytisins og hefur farið i þrot. Styrkurinn var hluti af aðgerðum stjornvalda til að blása lifi i hagkerfið.

EnerDel, dótturfyrirtæki Ener1, tok nýja verksmiðju í gagnið í Indianaríki i fyrra. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, gerði sér ferð þangað til að skoða verksmiðjuna.

Hin fyrirtækin sem fengu rikisstyrk vestanhafs og fóru á hliðina störfuðu jafnframt i græna orkugeiranum svokallaða. Solyndra fékk rúman hálfan milljarð dala í styrk.

Bandariska fréttastöðin FoxNews hefur eftir þingmanni Repúblikana að ríkisstyrkirnir og örlög fyrirtækjanna sýni að fjármunum skattborgara hafi verið kastað á glæ.