*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Innlent 1. október 2016 19:45

„Grættum þjóðina“

Þrír einstaklingar stofnuðu nýverið auglýsingastofuna Tvist. Þessir aðilar gerðu þjóðina meðal annars tárvota með jólaauglýsingu Icelandair.

Pétur Gunnarsson
Kári Sævarsson, Tvist.
Haraldur Guðjónsson

Nýlega hófu þrír einstaklingar samstarf við Símann um gerð auglýsinga fjarskiptafyrirtækisins. Eins og Viðskiptablaðið greindi fyrst frá þá sögðu þrír lykilsstarfsmenn Íslensku auglýsingastofunnar upp störfum sínum til að stofna nýja sprotaauglýsingastofu sem ber nafnið Tvist.

Það eru þau Kári Sævarsson, Ragnar Jónsson og Sigríður Ása Júlíusdóttir sem koma að stofnun fyrirtækisins. Kári segir að þau hafi starfað lengi í auglýsingabransanum. Hann og Ragnar Jónsson, vinur hans til margra ára höfðu unnið að mörgum vel þekktum auglýsingum. „Við höfum til að mynda unnið mikið fyrir Icelandair. Við gerðum margar stórar auglýsingar fyrir þá. Við erum mennirnir sem grættu þjóðina og létu hana fá gæsahúð,“ og vísar til jólaauglýsingar Icelandair sem gerði margan Íslending tárvotan við sýningu hennar.

„Það er skemmtilegt að nefna í kringum þessa jólauglýsingu að við vorum mjög stressaðir og fannst að við værum að taka ákveðna áhættu. Fyrirtæki höfðu ekki gert svona tilfinningahlaðnar auglýsingar áður, en þetta kom okkur á bragðið með ákveðið form á auglýsingum sem við höfum verið að vinna með – svokallaðar frá­ frásagnaauglýsingar,“ segir Kári.

Samstarf Tvist við Símann

Kári, Ragnar og Sigríður Ása heyrðu svo af því að Síminn væri að leita að nýjum samstarfsaðila svo þau komu sér í aðstæður til að fara í viðræður við fjarskiptafyrirtækið.

 „Fyrir okkur þá er bæði gríð­ arlega mikil og flott áskorun fólgin í því að taka við Símanum sem er stórt og verðmætt vörumerki og fyrirtæki en fjarskiptabransinn er einnig svo breytilegur að maður þarf að halda í við þær breytingarnar sem er mjög skemmtilegt. Það sem kitlaði okkur við að stofna okkar eigin fyrirtæki var að byggja upp skapandi vinnustað. Þetta eru fyrirtæki sem eru ekkert fyrir utan fólkið sem vinnur þar. Það þarf að huga vel að vinnubrögðum, vinnuaðstæð­ um og vinnumenningu. Við erum að reyna að innleiða nýja hugsun, við viljum til að mynda nota nýja tækni til að takast á við verkefnin okkar,“ segir Kári.

„Við höfum reynt að koma til móts við það að geta unnið að heiman og út í bæ og í raun hvar sem er. Á fyrstu vikum fyrirtækisins vorum við til að mynda ekki með skrifstofu og það var mikill skóli í því,“ segir Kári spurður um nýjar vinnuaðferðir fyrirtækisins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.