Fyrirtækið AEX Gold Inc. sem skráð er í Kanada hefur tekist að landa fjármögnun sem nemur rétt tæplega 480 milljónum íslenskra króna eða 5 milljónum Kanadadollara. Fyrirtækið AEX Gold vonast til að geta grafið eftir gulli á Grænlandi á komandi árum.

Fyrirtækin sem komu að fjármögnuninni heita Danish Growth fund og Greenland Venture A/S.

„Við viljum bjóða Danish Growth fund og Greenland Venture A/S velkomin og viljum þakka hluthöfum okkar, gömlum sem og nýjum, fyrir stuðninginn. Við búumst við að hefja vinnu strax og mögulega byrja að bora. Við munum vera tilbúin með stór jarðvegssýni sem og tæknilegar og unhverfisprófanir fyrir lok nóvember. Við hlökkum til að kynna áframhaldandi starfsemi okkar fyrir fjárfestum. Næsta skref hjá okkur er að hrinda Nalunaq verkefninu í framkvæmd á komandi árum," segir Eldur Ólafsson, forstjóri AEX Gold.

Fleiri fréttir um gulleit á Grænlandi: