Árið 2009 stofnuðu Alex Shevchenko og Max Lytvyn sprotafyrirtækið Grammarly með það að leiðarljósi að hanna bestu ritvilluvörn í heimi.

Áhættan hefur klárlega borgað sig því samkvæmt BBC fjárfestu framtakssjóðirnir General Catalyst, IVP og Spark Capital 110 milljónum dala í félaginu.

Fyrirtækið er staðsett í San Francisco og er með um 6,9 milljón notendur. Gagnrýnendur furða sig þó á fjárfestingunni og hafa sumir velt því fyrir sér hvort ekki sé betra að læra bara að skrifa.