Ferðamálaþing 2012 var haldið í Hörpu sl. föstudag. Yfirskrift þingsins í ár var „Hugsaðu þér stað!“ en þingið var að þessu sinni helgað mikilvægi heildarsýnar við uppbyggingu áfangastaða. Aðalfyrirlesari var Anya Niewerra frá Hollandi, framkvæmdastjóri ferðamálaráðs South Limburg, þar sem náðst hefur eftirtektarverður árangur við uppbyggingu ferðaþjónustunnar.

Aðrir fyrirlesarar voru Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri Rauðku, Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, og Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. Þá voru hin árlegu Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu einnig afhent og var það Grand Hótel sem hreppti þau í ár.

Ferðamálaþing í Hörpu
Ferðamálaþing í Hörpu
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigrún Björk Jakobsdóttir (t.h.), hótelstjóri Icelandair Hótel Akureyri.

Ferðamálaþing í Hörpu
Ferðamálaþing í Hörpu
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigríður Margret Guðmundsdóttir, Íris Sigurðardóttir og Inga Sólnes létu sig ekki vanta á þingið.

Ferðamálaþing í Hörpu
Ferðamálaþing í Hörpu
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ingólfur K. Einarsson veitir umhverfisverðlaunum ferðamálastofu viðtöku og ávarpar gesti.