Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,24% í hlutabréfaviðskiptum dagsins. Náðu þau rúmum 1,3 milljörðum króna og stendur vísitalan nú í 1.698,35 stigum.

Aðalavísitala skuldabréfa stóð nánast alveg í stað, með um 0,02% lækkun í rétt rúmum 1,3 milljarða króna viðskiptum. Stendur hún nú í 1.237,13 stigum.

HB Grandi og Sjóvá-Almennar einu sem hækkuðu

Einu hlutabréfin sem hækkuðu í verði í kauphöllinni í dag voru bréf HB Granda og Sjóvá-Almennra trygginga. Gengi bréfa HB Granda hækkaði um 1,09% í 66 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 27,70 krónur.

Gengi bréfa Sjóvá-Almennra hækkaði um 0,14% í 30 milljón króna viðskiptum og er nú hvert bréf félagsins verðlagt á 14,77 krónur.

Marel og Reginn lækkuðu mest

Mest lækkun var á hlutabréfum Marel hf, eða um 2,08% í 108 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 235,00 krónur.

Næst mest lækkun var á bréfum í Reginn eða um 1,75% í 26 milljón króna viðskiptum.

Mest velta með N1 og Tryggingamiðstöðina

Mest velta var með bréf N1, eða 324 milljónir og lækkuðu bréf félagsins um 0,10%. Er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 98,00 krónur.

Næst mest velta var með bréf Tryggingamiðstöðvarinnar, eða 199 milljónir og lækkaði gengi bréfanna um 0,54%. Fæst hvert bréf félagsins nú á 27,85 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 1,2% í dag í 1,3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði lítillega í dag í 1,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,6 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,4 milljarða viðskiptum.