*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 21. apríl 2018 12:30

Grandi rauk upp

Gengi hlutabréfa í HB Granda hækkaði um ríflega 11 prósent í kjölfar risaviðskipta Guðmundar Kristjánssonar.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson.
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf í HB Granda hækkuðu um 11,4% í 517 milljóna króna viðskiptum í gær. Í byrjun dags var gengið 30,2 en nú stendur það í 33,65. Á síðustu tólf mánuðum hefur gengi hlutabréfanna hæst  arið í 36,8 en það var í lok janúar á þessu ári .

Hækkun á gengi hlutabréfanna kemur í kjölfar risaviðskipta á miðvikudaginn en þá keypti Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í í Brimi, 34% hlut í HB Granda á tæplega 22 milljarða króna. Seljandinn voru félög sem eru að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar.

Samkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar einn aðili eignast 30 prósent eða meira í skráðu hlutafélagi. Guðmundur hefur nú fjögurra vikna frest til að gera yfirtökutilboð í öll hlutabréf HB Granda.

Fleiri fréttir af sölunni á þriðjungshluta HB Granda til Brims: