Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,33% í 3,4 milljarð króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinar í dag. Bréf níu félaga af 20 skráðum lækkuðu í viðskiptum dagsins, sjö þeirra hækkuðu en fjögur stóðu í stað.

Skel fjárfestingarfélag lækkaði mest eða um 1,88% í minnstu veltu dagsins eða 37 þúsund krónum en verðið var 15,7 krónur á hlut í lok dags.

Mest hækkaði útgerðarfélagið Brim eða semnemur 3,21% í 66 milljón króna veltu dagsins og stendur hluturinn í 96,5 krónum á hlut. Félagið hagnaðist um 3,8 milljarða samkvæmt ný útkominni ársfjórðungsskýrslu.

Íslandsbanki er á útboðsverði í lok dags og stendur í 117 krónum á hlut og lækkar um 0,68% á milli daga.