*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 9. ágúst 2017 08:09

Gray Line sameinast Iceland Travel

Með sameiningu Iceland Travel og Allrahanda GL, sem rekur Gray Line, eignast Icelandair Group 70% í sameinuðu ferðaþjónustufyrirtæki.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Rétt í þessu barst kauphöllinni tilkynning um sameiningu Iceland Travel ehf., sem er að fullu í eigu Icelandair Group, og Allrahanda GL ehf. sem er í eigu stofnenda fyrirtækisins auk fjárfestingarfélagsins Akur. Allrahanda starfar hér á landi undir merkjum Gray Line samkvæmt leyfissamningi við Gray Line Worldwide.

Í kjölfar samrunans mun Icelandair Group eiga 70% í hinu sameinaða fyrirtæki meðan eigendur Allrahanda GL ehf. munu eiga 30%. Samruninn er háður samþykki samkeppnisyfirvalda.

Velta Gray Line á árinu 2015 nam 3,6 milljörðum íslenskra króna, með EBITDA sem nam 600 milljónum. Ári seinna var veltan 3,9 milljarðar með 200 milljónir í EBITDA hagnað.

Sameinað fyrirtæki er áætlað að hafi veltu sem nemur 18 milljörðum króna, en fyrirtækin hafa lengi verið í samstarfi um sérhæfingu á mismunandi sviðum ferðaþjónustugeirans.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is