*

laugardagur, 8. maí 2021
Innlent 2. ágúst 2020 13:09

Gray Line tapaði 404 milljónum

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line tapaði 404 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 517 milljóna króna tap árið á undan.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line tapaði 404 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 517 milljóna króna tap árið á undan. Rekstrartekjur árið 2019 voru 2 milljarðar króna miðað við 3 milljarða króna árið 2018.

Rekstrargjöldin á síðasta ári námu 2,6 milljörðum króna samanborið við 3,4 milljarða króna árið á undan. Eignir fyrirtækisins í lok árs 2019 námu 2,3 milljörðum króna miðað við 2,5 milljarða króna í lok árs 2018.

Eigið fé í lok síðasta árs var 360 milljónir króna samanborið við 473 milljónir króna árið á undan. Félagið sameinaðist Reykjavík Sightseeing Invest undir lok síðasta árs. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á reksturinn í ár. Í apríl síðastliðnum sagði fyrirtækið upp 107 af 117 starfmönnum sínum. Í júní óskaði félagið eftir greiðsluskjóli.

Framkvæmdastjóri Gray Line er Sigurdór Sigurðsson en Þórir Garðarsson er stjórnarformaður.

Stikkorð: Uppgjör Gray Line