Greencore Group Plc., sem Bakkavör [ BAKK ] á 11% hlut í, hefur keypt bandaríska fyrirtækið Home Made Brand Foods Inc (HMBF) . fyrir 44 milljónir Bandaríkjadala eða ríflega fimm milljarða króna.

Í frétt blaðsins Iris Independent kemur fram að þar með hyggist Greencore hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði fyrir kælda hraðrétti.

Ef HMBF uppfyllir ákveðin skilyrði samningsins hækkar hann um 10 milljónir dala.

Greencore greindi frá því í nóvember síðastliðnum að félagið hyggðist ráðast í fjárfestingar í Bandaríkjunum og komast þannig inn á markað fyrir kældar vörur þar.

HMBF er staðsett í Newburyport í Massachusetts og selur salad, samlokur og smárétti til smásala eins og Stop & Shop, Hannaford og Publix.

Í frétt frá Greencore kemur fram að gert er ráð fyrir að HMBF leggi félaginu til smávægilega betri afkomu.