Greenland Express hefur beðið eftir leyfinu frá því sl. sumar en landsstjórnin á Grænlandi samþykkti beiðni félagsins þann 7. apríl um að fá að hefja áætlunarflug með farþega og frakt innan áfangastaða á Grænlandi. Þetta kemur fram á alltumflug.is

"Við erum mjög ánægðir með þessa jákvæðu niðurstöðu", segir Gert Brask, framkvæmdarstjóri Greenland Express. "Með þessu getum við flogið með farþegar frá Billund og Kaupmannahöfn áfram til allra helstu áfangastaða á Grænlandi og einnig flogið Grænlendingum frá helstu byggðarkjörnum til Danmerkur".