Arion banki keypti í dag til baka eftirstöðvar skuldabréfs sem gefið var út til Kaupþings sem hluti af aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. Skuldabréfið var gefið út í upphafi ársins 2016, sem liður í nauðasamningum Kaupþings við ríkið, en höfuðstóll skuldabréfsins við útgáfu var USD 747.481.000 eða um 97 milljarðar íslenskra króna á gengi þess tíma.

Eftirstöðvar skuldabréfs sem Arion banki keypti til baka í dag eru að nafnvirði USD 100.000.000, eða sem nemur að jafnviðri um 10 milljörðum íslenskra króna. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir endurkaupin vera lið í lausafjár- og skuldastýringu Arion banka.

„Við höfum verið að gefa út evrubréf einu sinni eða tvisvar á ári og höfum við alltaf notað hluta af því til að greiða þetta niður,“ segir Haraldur Guðni. „Það er ánægjulegt að þetta sé þá að fullu uppgreitt.“