Veiðigjöld eru lögð á allar aflaheimildir, líka þær sem ekki eru nýttar. Þetta kemur fram í Fiskifréttum sem komu út í morgun.

Um 16 þús­und tonn af loðnukvótanum brunnu inni á vertíðinni þannig að veiðigjöld voru lögð á óveidda loðnu, líklega að upphæð rúm­ar 106 milljónir króna.

Fram­kvæmdastjóri Síldarvinnslunn­ar vill að álagning á kvóta sem ekki er hægt að nýta verði endurskoðuð.

Veiðigjöldin taka mið af þorskí­gildisstuðlum. Stuðullinn fyrir loðnu er 0,14. Almennt veiðigjald er 9,5 krónur á þorsk ígildiskíló og sérstakt veiðigjald er 38,25 krónur á kíló.

Óveiddi kvótinn í loðnu er 16.000.000 kíló sem eru 2.240.000 þorskígildiskíló.

Almenna gjaldið er þannig 21,3 milljónir og sérstaka gjaldið 85,7 milljónir, eða samtals 107 millj­ónir.