Valitor hefur verið gert að greiða félögunum Datacell og Sunshine Press Productions 1,2 milljarða króna í skaðabætur að því er Fréttablaðið greinir frá.

Ástæðan er sú að færsluhirðirinn sleit fyrirvaralaust samningi við félögin um að taka við styrkjum í gegnum greiðslugátt félaganna fyrir Wikileaks. Var greiðslugáttin opnum 7. júlí 2011, en lokað degi síðar.

Hæstiréttur dæmdi riftun samningsins ólögmæta vorið 2013, en síðan þá hafa málaferli vegna skaðabótakrafna staðið yfir. Höfðu dómskvaddir matsmenn metið tjónið á 3,2 milljarða króna.