Á hluthafafundi N1 hf. var tillaga um lækkun hlutafjár félagsins um 28,5714% eða um 100 milljónir að nafnverði samþykkt. Þetta kemur fram í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar. Samtals verða greiddar 1.286 milljónir til hluhafa hlutafallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu í lok 16. desember 2016. Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um málið.

„Hin samþykkta tillaga felur í sér að hlutafé félagsins verði fært niður um kr. 100.000.000 að nafnverði, yfirverðsreikningur hlutafjár færist niður um kr. 999.042.720 og lögbundinn varasjóður færist niður um kr. 187.500.000. Samtals verða því kr. 1.286.542.720 greiddar til hluthafa hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu í lok dags 16. desember 2016. Hlutafé félagsins verður kr. 250.000.000 að nafnverði eftir lækkun,“ kemur fram í tilkynningunni.