Olíufyrirtækið Shell mun greiða 111 milljónir dala, eða um 14 milljarða króna, í sáttagreiðslu vegna olíuleka sem átti sér stað í Nígeríu fyrir 50 árum. BBC segir frá

Nígerískir dómstólar sektuðu Shell um 41,4 milljónir dala árið 2010 en olíufyrirtækið áfrýjaða málinu nokkrum sinnum án árangurs. Hæstiréttur Nígeríu sagði á síðasta ári að með dráttarvöxtum væri sektin búin að tífaldast frá upphaflega úrskurðinum en Shell hafnaði þessari ályktun. Málaferlin hófust formlega árið 1991.

Þrátt fyrir að málið nái aftur til Bíafra-stríðsins á seinni hluta sjöunda áratugar síðustu aldar, þá er lekar af olíuleiðslum enn stórt vandamál við Níger-fljótið. Hollenskir dómstólar úrskurðuðu fyrr í ár, í aðskildu máli, að nígeríska dótturfélag Shell hafi verið ábyrgt fyrir tjón við fljótið á árunum 2004-2007.