Snyrti- og nuddstofan Laugar Spa seldi þjónustu og vörur fyrir 221,9 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 211,7 milljónir árið 2021.

Rekstrargjöldin hækkuðu úr 181 milljón árið 2021 í 208 milljónir í fyrra. Munar þar mestu um aukin launakostnað en á árinu 2021 nam hann 132 milljónum en á síðasta árið 159. Hagnaður félagsins nam 11,4 milljónum í fyrra en var 24,6 milljónir árið á undan.

Stjórn félagsins leggur til 25 milljóna króna arðgreiðslu á árinu 2023 en í fyrra nam arðgreiðslan 39 milljónum.

Laugar Spa er að fullu í eigu Hafdísar Jónsdóttur, sem einnig er framkvæmdastjóri félagsins. Hafdís á einnig tæplega 37% hlut í Laugum ehf. sem rekur World Class. Aðrir hluthafar í Laugum eru Björt Kristmann Leifsson með tæplega 37% og Sigurður Júlíus Leifsson með tæplega 27%.

Lykiltölur / Laugar Spa

2022 2021
Tekjur 222 212
Eignir 72 85
Eigið fé 29 56
Afkoma 11 25
- milljónum króna