Hagnaður Atlansolíu nam 221 milljónum króna á árinu samanborið við 198 milljónir árið áður.

Þá námu eignir félagsins 5,3 milljörðum króna og skuldir 4,2 milljörðum. Þá var eigið fé félagsins bókfært á rúman milljarð króna. Samkvæmt ársreikningi félagsins stendur til að greiða 400 milljónir í arð á þessu ári en Guðmundur Kjærnested og Brandon C Rose eiga hvor um sig helmingshlut í félaginu. Guðrún Ragna Garðarsdóttir er framkvæmdastjóri Atlantsolíu.