Nýjar lántökur sveitarfélaga landsins hafa numið á bilinu 20 til 45 milljörðum króna á ári. Greiningardeild Arion banka segir að gera megi ráð fyrir því að um endurfjármögnun hafi verið að ræða að mestu leyti.

Greiningardeild fjallar ítarlega um skuldastöðu sveitarfélaganna í Markaðspunktum sínum í dag. Þar segir m.a. að afkoma þeirra hafi batnað og framlegð þeirra heilt yfir aukist. Skuldastaða margra sveitarfélaga sé þó áfram viðkvæm, bæði vegna hárrar skuldsetningar en ekki síður þungra afborgana á næstu árum. Deildinni telst til að samtals nemir afborganir 28 stærstu sveitarfélaga landsins um 47 milljörðum króna í ár. Það samsvarar því að um 20% af heildartekjum sveitarfélaganna í fyrra fari í  fborganir af langtímaskuldum á þessu ári.