Aðalfundur Eikar fasteignafélags var haldinn í dag í Turninum í Kópavogi. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að greiða 580 milljónir króna í arð til hluthafa. Þetta kemur fram í tilkynningu .

Þá var kjörið í stjórn félagsins á fundinum. Þau Agla Elísabet Hendriksdóttir, Arna Harðardóttir, Eyjólfur Árni Rafnsson, Frosti Bergsson og Stefán Árni Auðólfsson voru kjörin í stjórnina.

Samþykkt var að mánaðarleg stjórnarlaun yrðu óbreytt frá ákvörðun síðasta aðalfundar, en þannig nema laun stjórnarmanna 225 þúsund krónum og fær stjórnarformaður greidd tvöföld laun.