Arion banki greiddi á dögunum 92,7 milljónir dollara eða 10 milljarða króna inn á höfuðstól skuldabréfs. Við útgáfu bréfsins í janúar í fyrra nam höfuðstóllinn 747,5 milljónum dollurum.

Í fyrra greiddi bankinn samtals 489,8 milljónir dollara inn á höfuðstólinn og eftir greiðsluna er höfuðstóllinn 165 milljónir dollara. Skuldabréfið er í eigu Kaupþings og var útgáfa þess liður í aðgerðum sem sneru að losun fjármagnshafta,“ segir í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar.