Samkeppnin á snjallsímamarkaðnum er ekkert að minnka, ef marka má nýjustu fréttir frá Windows. Fyrirtækið hefur núna boðist til þess að borga fólki fyrir að afhenda sér iPhone síma og fá greiðslu fyrir.

Frá þriðja nóvember ætlar Microsoft að gefa 200 bandaríkjadali, eða nærri 25 þúsund íslenskum krónum, þeim sem láta gamla iPhone símann sinn af hendi í verslun Microsoft. Fyrirtækið mun greiða neytendum með gjafakorti sem gildir í Microsoft versluninni.

Íslendingar geta þó ekki nýtt sér þetta tilboð ennþá hér heima, því Microsoft rekur einungis verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og Puerto Rico.