*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 30. maí 2018 08:49

Greiða ríkinu 2,1 milljarð

Fjárhæð sem Brim þurfti að greiða eignarhaldsfélagi gamla Landsbankans hefur verið greidd sem stöðugleikaframlag.

Ritstjórn
Ársæll Hafsteinsson er framkvæmdastjóri LBI, gamla Landsbankans
Haraldur Guðjónsson

Greiðsla sem útgerðarfélagið Brim þurfti að greiða eignarhaldsfélagi gamla Landsbankans hefur  verið greidd sem stöðugleikaframlag. Eignarhaldsfélag gamla landsbankans, LBI, hefur látið af hendi 2,1 milljarðs stöðuleikaframlagsgreiðslu til Seðlabanka ríkisins að því er Fréttablaðið greinir frá.

Um er að ræða greiðslu sem samið var um að yrði greidd eftir að málaferli eignarhaldsfélagsins við útgerðarfélagið Brim yrðu til lykta leidd.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Brim til að greiða þrotabúi Landsbankans 760 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna gjalmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru í kringum fall bankanna árið 2008.

Hæstiréttur staðfesti svo dóminn í október 2016, en í fjórðungsuppgjöri LBI segir að samkomulag hafi náðst milli Brim og Seðlabankans og því hafi eignarhaldsfélagið gengið frá greiðslunni.

Stikkorð: Seðlabankinn Brim LBI