Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiða sjö milljarða króna í sérstakt veiðigjald á fiskveiðiárinu 2012/2012 þegar búið er að gera ráð fyrir frádráttarliðnum. Á sama tíma greiða þau níu milljarða króna í tekjuskatt í ár vegna síðasta rekstrarárs. Þetta er 4,5 milljörðum krónum meira en í fyrra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.

Skýrslan var kynnt á fundi Íslandsbanka í morgun.

Á meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að dregið hafi úr skuldsetningu fyrirtækja í sjávarútvegi og nam hún 4,2xEBTDA árið 2011. Það jafngildir því að skuldirnar hafi numið 442 milljörðum króna.