Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætla að greiða skólagjöld fyrir karlmenn sem hefja nám í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri næstu 5 árin. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, fjallar um átakið í pistli á vef félagsins en það er unnið í samstarfi við háskólana tvo.

Í pistlinum segir Guðbjörg að hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga sé á fáum stöðum eins lág og á Íslandi og vaxi ekki einu sinni í sama hlutfalli og hjúkrunarfræðingum fjölgar.

Guðbjörg tengir átakið einnig við kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga. „Það er margrannsakað að þar sem jafnara kynjahlutfall er í fagstéttum, eru betri launakjör,“ skrifar hún í pistlinum.

Þá vísar hún einnig til átaksverkefni í Noregi sem snerist um að fjölga körlum á leikskólum. „Norðmenn hafa náð að margfalda fjölda karla á leikskólum með aðgerðum á borð við þessa og það er samdóma niðurstaða rannsókn á mismunandi vinnustöðum að fjölbreytileiki sé mun betri en fábreytni í hópi starfsmanna, ekki síst hvað varðar kynjablöndun.“