Fjármálaeftirlitið greiðir 5,9 milljónir króna á mánuði með virðisaukaskatti fyrir leigu á húsnæði sínu í Höfðatorgi. Leiguverð á fermetra er um 2.257. Þeir leigumiðlarar sem Viðskiptablaðið hefur rætt við segja að algengt fermetraverð fyrir skrifstofuhúsnæði miðsvæðis sé um 1.500 krónur.

Leigusamningur Fjármálaeftirlitsins var til 15 ára og var gerður í maí 2011.

Eftir að Fjármálaeftirlitið flutti inn í nýtt húsnæði var hafist handa við að innrétta það. Á árinu 2011 fóru 50,3 milljónir króna í að innrétta nýja húsnæðið og á árinu 2012 voru keypt húsgögn fyrir 15,6 milljónir króna. Farið var eftir innkaupareglum Ríkiskaupa þegar nýja húsnæðið var innréttað.