Samtals nemur sakarkostnaður í Al-Thani málinu 83,7 milljónum króna. Af því þurfa fjórmenningarnir, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, að greiða 77,8 milljónir. Ríkið borgar tæpar 6 milljónir.

Skipting málsvarnarlauna:

  • Hreiðar Már þarf að greiða verjanda sínum, Herði Felix Harðarsyni, samtals 24,7 milljónir.
  • Sigurður þarf að greiða verjanda sínum, Ólafi Eiríkssyni, 14 milljónir.
  • Ólafur þarf að greiða verjanda sínum Hákoni Árnasyni, 17,8 milljónir. Það eru 3/4 hlutar málsvarnarlaunanna en ríkið greiðir 1/4 eða 5,9 milljónir.
  • Magnús þarf að greiða verjanda sínum, Kristínu Edwald, 20,2 milljónir.

Þessu til viðbótar borga fjórmenningarnir síðan 1,1 milljón í áfrýjunarkostnað.