Haru Holding, móðurfélag flugfélagsins Air Atlanta, skilaði 42 milljóna dala hagnaði á síðasta ári, eða sem nemur 5,6 milljörðum króna miðað við gengi dagsins, sem er 74% aukning frá fyrra ári. Félagið hyggst greiða út 43 milljónir dala eða sem nemur tæplega 5,7 milljörðum króna í ár.

Velta samstæðunnar, sem inniheldur einnig flugvélaleigusalann Northern Lights Leasing, jókst um 17% á milli ára og nam tæplega 30 milljörðum króna. Félagið breytti starfsemi sinni í Covid-faraldrinum og flýgur nú eingöngu fraktvélum.

Eignir Haru Holding voru bókfærðar á tæplega 30 milljarða króna og eigið fé nam 21 milljarði í árslok 2021.

Félagið er í 50% eigu Hannesar Hilmarssonar stjórnarformanns. Geir Valur Ágústsson, fjármálastjóri Atlanta, á 30% hlut. Þá eiga Stefán Eyjólfsson og Helgi Hilmarsson, framkvæmdastjórar hjá félaginu, 10% hlut hvor um sig.