Breski bankinn Lloyds hefur staðfest að hann muni greiða út arð til hluthafa í fyrsta sinn frá efnahagskrísunni í lok árs 2008. Bankinn tilkynnti um þetta þegar hann kynnti ársuppgjör sitt í gær, en þar kom meðal annars fram að hann hefði hagnast um 1,8 milljarða punda á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt BBC .

Breska ríkið á 23,9% hlut í bankanum, en hlutur þess hefur þó minnkað verulega frá árinu 2008 þegar það keypti 41% hlutafjár í bankanum vegna efnahagskrísunnar fyrir 20 milljarða punda.

Lloyds mun greiða út arð sem nemur 535 milljónum punda sem skiptast milli þriggja milljóna hluthafa bankans. Stærsti hlutinn mun renna til breska ríkisins, eða 130 milljónir punda.