Bandaríska stórblaðið New York Times mun frá og með 28. mars krefja lesendur um greiðslu áskriftar að vef sínum.  Aðeins verður hægt að lesa 20 greinar á mánuði án þess að greiða nokkuð.

Í bréfi sem útgefandinn Arthur Sulzenberger yngri birtir á vef útgáfunnar segir að áskrifendur að blaðinu munu ekki þurfa að greiða aukalega fyrir netáskrift og breytingin muni gera útgáfunni kleift að bjóða upp á betri fréttaþjónustu og meiri gæði.

Hér er hægt að lesa bréf útgefandans.