Innheimtar tekjur ríkissjóðs í janúar námu 54,8 milljörðum króna og hækka um 61% milli ára. Þetta er 1,6 milljarði króna umfram áætlun.  Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 34 milljarða króna samanborið við 54 milljarða árið 2015.

Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu eru tekjur af stöðugleikaframlagi en þær námu alls 17 milljörðum króna í janúar. Ef þær tekjur eru dregnar frá þá voru tekjur ríkissjóðs 37,8 milljarðar, sem er 11% aukning frá fyrra ári.

Greidd gjöld námu 70,5 milljörðum króna og jukust um 17,3 milljarða milli ára, eða um 32%. Þar af var niðurfærsla verðtryggðra húsnæðislána 15,1 milljarðar. Önnur útgjöld jukust því um 2,1 milljarða milli ára eða um 4%.