Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis setti sig í samband við skilanefnd Glitnis í lok október síðastliðinn og greiddi að lokum um 370 milljónir króna til baka af starfslokasamning sínum við bankann frá árinu 2007.

Þetta upplýsti Bjarni í Kastljósi Ríkisútvarpsins fyrir stundu en Bjarni skrifaði í dag grein í Fréttablaðið það sem hann, að eigin sögn, gerir upp sinn hlut í bankahruninu.

Bjarni viðurkenndi, bæði í Fréttablaðsgreininni og eins í Kastljósi að svokallaðar ofurlaunastefnur fjármálafyrirtækja hefðu farið úr böndunum í uppgangi síðustu ára og þar sé hann sjálfur ekki undanskilinn.

Sjá grein Bjarna á vef vísis.is.