Elon Musk, framkvæmdastjóri og stofnandi Tesla Inc., greiddi alls 593 milljónir dala í tekjuskatt. Frá þessu greinir Bloomberg Technology.

Musk nýtti sér kauprétti í Tesla og þurfti þar af leiðandi að greiða talsverðar upphæðir í skatta.

Til þess að greiða skattana, seldi hann meðal annars bréf í Tesla Inc. Það þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu kappans, enda er hann metinn á tæplega 13 milljarða dala.