Lánasjóður sveitarfélaga greiddi nýlega rúman hálfan milljarð í arð til eigenda sinna, sveitarfélaga í landinu, vegna góðrar afkomu sjóðsins árið 2015. Um málið er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Hagnaður ársins nam rúmum 1 milljarði króna samanborið við 247 milljónir króna árið 2014. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, sagði í samtali við Morgunblaðið að arðgreiðslustefna stjórnarinnar væri sú að greiða helming af afkomu ársins í arð, þó þannig að þess væri gætt að eigið fé vaxi jafn mikið og verðbólga á hverju fjögurra ára tímabili.

Í viðtalinu lýsir Óttar því jafnframt ekki hafi verið greiddur arður fyrir árið 2014 vegna þess að gjaldfærsla út af lánasamningi hafi verið dæmdur sjóðnum í óhag og því hafi það svigrúm ekki verið fyrir hendi á því tímabili. Málinu var síðar áfrýjað til Hæstaréttar sem komast að því að dómur héraðsdóms hafi gengið of langt. Vegna þessa hafi afkoman á síðasta ári verið umfram væntingar þar sem að það hafi í raun frestast að sveitarfélögun fengju arðinn fyrir árið 2014.