Eftir breytingar á lögum um gjaldeyrismál í mars 2012 byrjaði slitastjórn Glitnis að nýta krónur sem bankinn átti í reiðufé til að greiða aðkeyptan erlendan lögfræði- og ráðgjafarkostnað.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að þetta hafi staðið yfir í tæpt ár. Upphæðin sem Glitnir skipti yfir í gjaldeyri á gjaldeyrismarkaði nemur nokkrum milljörðum króna.

Glitnir hætti þessu fyrirkomulagi seint árið 2012 eftir að hafa fengið þau skilaboð frá Seðlabankanum að þetta væri mjög illa séð.