Framtakssjóðurinn SÍA  III,  sem rekinn er af Stefni, hagnaðist um 302 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaður sjóðsins saman um 65 milljónir króna á milli ára. Gagnvirðisbreyting  eignarhluta  í félögum var jákvæð um 483 milljónir í fyrra. Rekstrarkostnaður sjóðsins nam um 190 milljónum króna og dróst saman um 56 milljónir milli ára.

Sjóðurinn fjárfesti í tveimur nýjum félögum á árinu. Annars vegar keypti sjóðurinn 70% í hlut í vélsmiðjunni Hamri og nam kaupverðið rúmlega 1,2 milljörðum króna.  Sjóðurinn keypti einnig 70% hlut í Lyfju og nam kaupverðið um 2 milljörðum króna.  Sjóðurinn á einnig 65% hlut í Gámaþjónustunni  og 50% í Mandólín ehf. sem kemur að  byggingu  Marriott  EDITION hótelsins við Hörpu.