Íslendingar greiddu tæpar 58 milljónir króna vegna breytinga á nöfnum sínum í fyrra. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að alls hafi verið skráða 8.730 nafnabreytinga hjá Þjóðskrá Íslands í fyrra. Breytingarnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrr ár á undan, þ.e. frá 2007 til 2011 voru breytingarnar 13.213 talsins.

Algengustu breytingar á nöfnum eru á kenninöfnum, sem oftar eru nefnd föðurnöfn. Þá hefur færst í vöxt að Íslendingar kenni sig við bæði móður og föður.

Nafnbreytingar eru í flestum tilvikum gjaldskyldar, t.d. ef eiginnafn er tekið upp eða fellt niður eða eiginnafn foreldris í eignarfalli tekið upp sem millinafn. Breyting á nafni kostar 6.600 krónur. Blaðið segir að hafi verið tekið gjald vegna allra nafnabreytinga í fyrra hafi það kostað landann tæpar 58 milljónir króna.