Kodak sem er fyrrum leiðtogi í filmubransanum varði 870 þúsund dollurum, andvirði 120 milljónir króna í hagsmunabaráttu rétt áður en félagið fékk 765 milljón dollara lán frá Bandarísku ríkisstjórninni. Í kjölfar lánsins, sem nemur 105 milljörðum króna ef miðað er við gengi dagsins í dag hækkuðu hlutabréf Kodak um ríflega 2.000%. Téð lán var til að styrkja innlenda lyfjaframleiðslu.

Sambærileg greiðsla vegna hagsmunabaráttu er óvanaleg fyrir félagið en það hefur ekki greitt meira en 5.000 dollara síðan á fyrsta fjórðungi ársins 2019. Kodak hefur ekki eytt jafn miklum fjármunum í málafylgja á einu ári síðan 2011. Umfjöllun á vef Yahoo finance.

Sjá einnig: Verðbréfaeftirlitið rannsakar Kodak

Nú stendur yfir rannsókn Bandarískra yfirvalda þar sem meðal annars er skoðað hlutafjárkauprétt sem stjórnendur félagsins fengu nokkra daga fyrir yfirlýsinguna. Samningurinn hefur verið settur á bið á meðan rannsókninni stendur.

Á síðasta ári vörðu Bandarísk fyrirtæki um 3,5 milljörðum dollara, andvirði 475 milljarða króna í hagsmunabaráttu sína samkvæmt gögnum Statista. Sú upphæð er örlítið lægri en árið 2010 þegar hún náði hæstu hæðum. Árið 2000 nam hún 1,56 milljörðum sem gerir um 123% aukningu á 19 árum.