Íslandsbanki hefur keypt upp um helming útistandandi skuldabréfa í evrum sem voru á gjalddaga 27. júlí næstkomandi. Nafnverð skuldabréfanna nam 300 milljón evra, og báru þau 2,875% vexti.

Bankanum bárust gild tilboð að fjárhæð 158.160.000 evrur og samþykkti tilboð að upphæð 150.000.000 evrur að nafnverði.

Samþykktarhlutfallið var 96.4858%, en bréfin sem voru að nafnverði 150 þúsund evrur voru keypt á verðinu 101.891%, eða á 152.836.500 evrur í heildina. Það gerir tæplega 19 milljarðar íslenskra króna, eða 18.974.651.475,15 krónur.