Eldum rétt velti 1.232 milljónum króna á síðasta ári sem er 9,4% aukning frá árinu 2020 þegar félagið velti 1.126 milljónum. Rekstrarhagnaður félagsins jókst úr 102 milljónum í 112 milljónir og hagnaður eftir skatta nam 88 milljónum.

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins segir að aukin tekjumyndun hafi verið á fyrstu mánuðum síðasta árs og í lok ársins þegar samkomutakmarkanir komu fram. Samhliða hafi einnig verið aukinn kostnaður vegna heimsfaraldursins.

„Tekjuvöxtur á milli ára skýrist þó ekki eingöngu af COVID-19 þar sem félagið hélt áfram áherslu á „Veldur rétt“ sem hefur skilað söluaukningu og fengið góðar viðtökur.“

Eignir félagsins voru bókfærðar á 300 milljónir króna í lok síðasta árs. Eigið fé nam 182 milljónum samanborið við 194 milljónir ári áður. Eldum rétt greiddi út hundrað milljónir í arð í fyrra.

Sjá einnig: Hagar kaupa Eldum rétt

Í mars síðastliðnum var tilkynnt að Hagar hefði náð samkomulagi um kaup á Eldum rétt, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Hefur skilað hagnaði frá 2016

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði