*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 1. mars 2021 07:05

Greiddu út 2,3 milljarða

Versnandi efnahagsástand eftir gjaldþrot Wow air olli taprekstri fasteignafélags í Ásbrú í Reykjanesbæ.

Ingvar Haraldsson
Haraldur Guðjónsson

Fjárfestingafélagið P190 ehf., tapaði 249 milljónum árið 2019 miðað við 599 milljóna króna hagnað árið 2018. P190 á 90% hlut í félaginu Ásbrú ehf., en fasteignir þess félags við Ásbrú í Reykjanesbæ, voru metnar á tæplega 9 milljarða króna í árslok 2019.

Félagið var stofnað árið 2016 um kaup á gömlum varnarliðsíbúðum við Ásbrú af Kadeco sem er í eigu íslenska ríkisins.

Í ársreikningi Ásbrúar kemur fram að gjaldþrot Wow air hafi haft áhrif á efnahagslífið á svæðinu sem m.a. hafi hægt á sölu íbúða. Því snerist afkoma Ásbrúar úr 121 milljónar hagnaði í 436 milljóna tap, að hluta til vegna lægri söluhagnaðar af sölu fasteigna.

Í ársreikningi P190 segir að félagið hafi greitt 2,35 milljarða til hluthafa á árinu 2019 eftir að Ásbrú greiddi upp hluthafalán frá P190 upp á 2,1 milljarð króna en tók í staðinn ný langtímalán. 

Meðal stærstu hluthafa P190 er félög í eigu Birgis Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur hjá Novator, hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttur, eigendur Fossa, og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér


Stikkorð: Ásbrú Kadeco P190