Stjórn Exit Everywhere Borealis ehf., sem starfrækir meðal annars gagnaver í nágrenni Blönduóss og í Reykjanesbæ, ákvað í lok síðasta árs að lækka hlutafé félagsins um tæplega 950 þúsund krónur að nafnvirði. Lækkunin fór fram með greiðslu til hluthafa að fjárhæð rúmlega 1.254 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til fyrirtækjaskrár.

Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir við blaðið að félagið hafi ráðist í miklar framkvæmdir árin 2018 og 2019 en þær hafi numið um sex milljörðum króna. Í ljósi góðrar afkomu ársins 2019 hafi verið ákveðið að „skila hluta af þeim afrakstri aftur til fjárfesta“.

Samkvæmt ársreikningi fyrir rekstrarárið 2019 var afkoma samstæðunnar jákvæð um 122 milljónir króna, eignir metnar á 6,9 milljarða króna og skuldir 5,8 milljarðar. 756 milljónir króna voru á bundnum hlutdeildarreikningi. Afkoma ársins 2020 hefur ekki verið kunngjörð.