Óskar Axel Óskarsson var í Hæstarétti í dag dæmdur til að greiða Pizza Pizza ehf, sem rekur Dominos pitsustaðina, tæpa milljón króna vegna pitsuskulda. Á meðan Óskar var starfsmaður Dominos tók hann pitsurnar út á sinn reikning og lét Menningarhúsinu ehf þær í té.

Með dómi sinum staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Óskar Axel hafði hins vegar alltaf neitað að greiða og neitað að því að hann stæði í skuld við Dominos Þvert á móti hefði honum verið sagt upp hjá fyrirtækinu með ólögmætum hætti og ætti inni ógreidd laun hjá fyrirtækinu.

Hæstiréttur kemst hins vegar af því að Óskar Axel hafi brotið ákvæði ráðningasamnings sem hann gerði við Dominos um að hann mætti ekki tengjast fyrirætki sem starfaði í samkeppni við Dominos. Því hafi Dominos verið heimilt að segja honum upp.

Dómur Hæstaréttar.